13.06.1985
Sameinað þing: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6432 í B-deild Alþingistíðinda. (5812)

353. mál, afnám misréttis gagnvart konum

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Í tilefni af þessari fsp. skal upplýst að þetta kom ekki til athugunar eða umræðu hjá hv. utanrmn. Mér var bent á fyrir nokkrum dögum að líklega væri þýðingin ekki nákvæm. Ég held að þetta sé rétt ábending hjá hv. -síðasta ræðumanni. Þar sem ég held að allir nm. í hv. utanrmn. séu hér inni og ef þeir hafa ekki við það að athuga mun ég geta fallist á það fyrir hönd nefndarinnar að leggja til að þessu orðalagi verði breytt og mismunun standi í stað misréttis. Ég held að þetta sé rétt ábending. Ef enginn er annarrar skoðunar lít ég svo á það hljóti að vera hægt að leiðrétta þessa þýðingu núna við atkvæðagreiðsluna.