13.06.1985
Neðri deild: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6470 í B-deild Alþingistíðinda. (5871)

236. mál, stálvölsunarverksmiðja

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs á láni vegna byggingar stálvölsunarverksmiðju, eins og það var lagt fram á þskj. 512.

Á fundi ríkisstj. 23. ágúst 1984 var ákveðið að fjmrh. undirbyggi frv. til l. um heimild til ríkisábyrgðar á erlendu láni, er Stálfélagið hygðist taka, að upphæð 1.55 millj. dollara. Frv. þetta var lagt fram í hv. Ed. og hefur þar hlotið eðlilega meðferð. Á þskj. 1231 er frv. fram sett eins og það lítur út eftir meðferð í Ed. Mæli ég með því að hv. Nd. samþykki það þannig breytt.

Virðulegi forseti. Ég legg til að frv. þessu verði vísað til 2. umr. að lokinni þessari umr. og hv. fjh.- og viðskn.