13.06.1985
Neðri deild: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6478 í B-deild Alþingistíðinda. (5882)

Um þingsköp

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég vil í þessu sambandi einnig vekja athygli á því að við vorum áðan að ræða 503. mál, getraunir Öryrkjabandalags Íslands, og vorum í miðjum umræðum þegar forseti frestaði umræðu. Nú hefur hann upplýst að hann hyggist taka út af dagskrá þau mál sem órædd eru og setja nýjan fund. Ég vil þá spyrja: Hvers á þetta mál að gjalda? Því er það ekki tekið aftur á dagskrá og umræðu um það lokið áður en hann slítur umræðu um það í sundur með nýjum fundi?