14.06.1985
Neðri deild: 97. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6633 í B-deild Alþingistíðinda. (5960)

491. mál, framleiðsla og sala á búvörum o.fl.

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ef þessar brtt. verða samþykktar hljóðar 1. mgr. svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Til þess að hafa stjórn á framleiðslu búvara þannig að hún verði í samræmi við tilgang laga þessara telur landbrh.: Rétt að leita eftir samningum“ o. s. frv.

Það er hvergi lagt til í brtt. að þessum tvípunkti, sem þarna stendur, verði breytt í punkt.