14.06.1985
Neðri deild: 97. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6633 í B-deild Alþingistíðinda. (5961)

491. mál, framleiðsla og sala á búvörum o.fl.

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég hygg að hér fari hv. 2. þm. Norðurl. e. ekki alveg rétt með textann því að b-stafliður breytir a-lið 1. mgr. þess liðar og þar koma í staðinn fyrir orðin „að semja“ orðin: rétt að leita eftir samningum. Ég vek athygli á því, herra forseti, að b-stafliður breytir engu í 1. mgr. 30. gr., heldur breytir hann 1. staflið 30. gr., þ. e. a-staflið, og þar koma orðin „rétt að leita eftir samningum“ í staðinn fyrir orðin „að semja“. Verði hins vegar a-stafliður 30. gr. samþykktur hljómar sú setning svona, herra forseti, og ég les: „Til þess að hafa stjórn á framleiðslu búvara þannig að hún verði í samræmi við tilgang laga þessara er landbrh.“ Slíka setningu stend ég ekki við að samþykkja á hinu háa Alþingi, herra forseti. (HBl: Þetta verður miklu betra svona.) (ÓÞÞ: Verði mótatkvæði er hún betri.)