14.06.1985
Neðri deild: 97. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6633 í B-deild Alþingistíðinda. (5962)

491. mál, framleiðsla og sala á búvörum o.fl.

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég held að hér sé um mjög algengan lagatexta að ræða. Það er auðvitað hægt að hugsa sér að byrja hvern staflið undir a, b, e, d á orðunum „landbrh. er rétt að semja“, „landbrh. er heimilt að ákveða“ o. s. frv., en ég held að altítt sé, bæði í lagatexta og yfirleitt í íslensku máli, að komast svo að orði. Sambærilegur texti er m. a., að vísu ekki eins glöggur, í frávísunartillögu formanns Alþfl. um þetta mál.