18.06.1985
Sameinað þing: 97. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6693 í B-deild Alþingistíðinda. (5999)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Svohljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík, 18. júní 1985.

Varaformaður þingflokks Sjálfstfl. hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem Sverrir Hermannsson 3. þm. Austurl. er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að hans ósk að fara fram á samkv. 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að vegna fjarveru 1. varamanns taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, sæti á Alþingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Karvel Pálmason,

forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir svohljóðandi símskeyti:

„Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri, Alþingi.

Vegna anna get ég ekki tekið sæti mitt sem 1. varamaður Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi.

Tryggvi Gunnarsson.“

Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og býð ég hana á ný velkomna til starfa á Alþingi.