15.10.1984
Efri deild: 3. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

10. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Hv. 8. þm. Reykv. vék nokkrum orðum að því sem ég sagði hér áður um skilning minn á því til hvaða þingnefndar ætti að vísa því máli sem við nú ræðum. Hv. þm. lét þess getið að það kæmi stundum fyrir að þegar skiptar væru skoðanir væri sagt að það væri misskilningur á ferðinni og ég mundi hafa sagt það af góðvilja þegar ég notaði orðið „misskilningur“.

Ég kem hér aðeins til þess að staðfesta að þessi tilgáta hv 8. þm. Reykv. er rétt. Að sjálfsögðu gat ég sagt að hans skoðun væri röng, en ég orðaði það svo að þetta væri misskilningur.

Ég hef þegar tjáð mig um málið og sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um það.