19.06.1985
Neðri deild: 103. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6816 í B-deild Alþingistíðinda. (6115)

528. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál er komið frá Ed. Á þskj. 1279 er nál. frá landbn. Nd.: „Nefndin hefur fjallað um frv. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri kom á fund nefndarinnar og gaf ýmsar upplýsingar um málið. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed.

Jón Baldvin Hannibalsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.“

Ég hef verið spurður að því af nokkrum aðilum hvernig beri að líta á það ef búið er að bjóða út t. d. gröft á skurðum, kannske meira en frv. felur í sér að verði styrkhæft á þessu ári. Því er til að svara að miðað við brtt. sem var gerð í Ed. mun þetta breytast þannig að það verður borgað út í ár, en þeim mun minna kemur á næsta ári eins og menn munu sjá ef þeir fara að lesa frv. betur.

Þetta frv. gildir sem sagt fyrir árin 1985 og 1986.