19.06.1985
Neðri deild: 103. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6817 í B-deild Alþingistíðinda. (6119)

Um þingsköp

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Mér þótti þessi ræða allundarleg. Ég var nýbúinn að segja þessum hv. þm. að ég ætlaði að hafa samband við menntmrh. Ég hafði einnig sagt hæstv. forseta frá því. Málið er síðan tekið á dagskrá án þess að mér ynnist tími til að ræða við hæstv. menntmrh. Ég skil því hvorki að málið skuli tekið á dagskrá né athugasemdir hv. síðasta ræðumanns.