19.06.1985
Efri deild: 104. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6858 í B-deild Alþingistíðinda. (6170)

456. mál, Byggðastofnun

Björn Dagbjartsson:

Virðulegi forseti. Ég gat þess hér í tölu minni þegar ég dró þessa till. til baka eftir áskorun hv. þm. Valdimars Indriðasonar að ég vissi ekki hvort það væri samkvæmt réttum siðareglum, hvort mér væri það heimilt að fjarstöddum hinum flm. sem ekki var í salnum þegar málið var til umræðu. En sé svo þá get ég ekki annað en beðið hann afsökunar á því hafi ég brotið eitthvað af mér. Ég gat þess að vísu við hann hér að ég mundi gera þetta fyrir kvöldmatarhlé, en ef það dæmist vera rétt þingsköp, þá er það að sjálfsögðu á valdi forseta að till. sé enn til umræðu. En ég mun hins vegar ekki greiða atkv. um hana.