19.06.1985
Neðri deild: 104. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6897 í B-deild Alþingistíðinda. (6206)

438. mál, lífeyrissjóður sjómanna

Frsm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. Nd. hefur athugað þetta frv. og mælir með samþykkt þess. Guðrún Agnarsdóttir sat fundi nefndarinnar og var ásátt með þessa afgreiðslu, eins og segir í nál.

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjmrn. og Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjútvrn. komu á fund nefndarinnar vegna frv.

Mér þykir rétt að geta þess að nm. voru sammála um að samþykkt þess fæli ekki í sér kvaðir á ríkissjóð vegna kostnaðarauka sem í því felst, enda er frv. flutt að vitund og með vilja stjórnar lífeyrissjóðsins, en þetta frv. hefur í för með sér kostnaðarauka sem nemur um 1.5 millj. kr. á ári.