19.06.1985
Neðri deild: 104. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6898 í B-deild Alþingistíðinda. (6209)

57. mál, almannatryggingar

Frsm. (Kjartan Ólafsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá heilbr.- og trn. Nd. á þskj. 1359. Nefndin hefur orðið sammála um að mæla með frv. til l. um breyt. á lögum um almannatryggingar á þskj. 57, en mál það var flutt í Ed. af hv. 2. þm. Austurl. Ed. breytti frvgr. lítið eitt, 1. gr. frv., og hljóðar hún á þessa leið eins og Ed. afgreiddi málið:

„1. málsl. 6. mgr. 45. gr. laganna orðist svo: Dagpeningar vegna starfa við eigið heimili, sem falla að fullu niður vegna veikinda, skulu nema helmingi fullra dagpeninga, að viðbættum hálfum hluta sannaðrar greiðslu fyrir heimilishjálp til fólks utan heimilis umfram heimilishjálp hálfan dag í viku, allt að fullum dagpeningum.“

Þetta er efni frv. eins og það kom frá Ed. og ég hygg að það sé óþarfi að fara hér með neinar skýringar í þeim efnum.

Nefndin var sammála um að mæla með því og nál. hafa undirritað auk mín Pétur Sigurðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Níels Árni Lund og Ólafur G. Einarsson.