20.06.1985
Sameinað þing: 99. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6965 í B-deild Alþingistíðinda. (6310)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Áður en gengið er til dagskrár skal tekið fram að það er ákveðið að þinglausnir fari fram á morgun kl. 11. Af þessu leiðir að þeim verkefnum sem sérstök ástæða er að ljúka í Sþ. á þessu þingi þarf að vera lokið á þeim fundum sem eru í dag. En það verður að ráðast hvort okkur tekst að ljúka þessum verkefnum. Ef við höfum ekki tíma, þá verða verkefnin að bíða, en þinglausnum verður ekki frestað. Með tilliti til þessa er mælst til þess að hv. þm. hafi þetta í huga ef það mætti verða til þess að þeir sýndu hver öðrum þá tillitssemi að gera mögulegt að afgreiða sem flest mál.