20.06.1985
Sameinað þing: 99. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6965 í B-deild Alþingistíðinda. (6311)

473. mál, söluskattur af bókum

Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Á þskj. 818 hef ég borið fram fsp. til hæstv. menntmrh., en fyrirspyrjandi ásamt mér er hv. þm. Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurnin er á þessa leið:

„Hverju nam innheimtur söluskattur á árinu 1984 af:

a. bókum íslenskra rithöfunda,

b. þýðingum á bókum erlendra rithöfunda?“

Fyrirspurnin er borin fram til þess að fá það upplýst hversu miklar tekjur renna í ríkissjóð af bókum, bæði innlendum og þýddum, og til þess að geta borið þá upphæð saman við þá fjármuni sem nú renna í Launasjóð íslenskra rithöfunda.