20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6991 í B-deild Alþingistíðinda. (6368)

156. mál, nýting ríkissjóðs á hluta af Seðlabankabyggingu

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hús þetta mun að miklu leyti vera byggt sérstaklega fyrir þá starfsemi sem þar á að fara fram. Þar eru peningageymslur og ýmislegt annað sem bankabyggingu tilheyrir. Það hefur hins vegar verið í athugun og mér skilst afráðið að m. a. Þjóðhagsstofnun muni verða þar til húsa. Ég tel ekki að þetta hús henti fyrir Stjórnarráð Íslands og slík athugun þarf ekki að fara fram. Ég segi því nei.