20.06.1985
Neðri deild: 106. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7026 í B-deild Alþingistíðinda. (6416)

Um þingsköp

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Mér sýnist þessi umr. komin langt út fyrir það að geta talist vera um þingsköp og á það reyndar bæði við hv. síðasta ræðumann og hæstv. félmrh. Ég heyri ekki annað en það sé fullkomið samkomulag um að láta fyrstu fjögur málin hafa forgang og vil ég eindregið mælast til þess að menn geri það, gangi til afgreiðslu á fyrstu fjórum málunum. Svo geta menn haldið áfram að karpa um þingsköp eða þingsköp ekki.