20.06.1985
Neðri deild: 106. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7029 í B-deild Alþingistíðinda. (6425)

398. mál, grunnskólar

Frsm. minni hl. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Það er hugsanlegt að draga till. til baka og láta greinina fara í gegn eins og hún er ef hv. 2. þm. Norðurl. e. leggur kapp á það. Ég mun ekki gera það strax, en hugsa mig um tvisvar áður en ég held því til streitu að láta framkvæma þessa leiðréttingu ef það er vonlaust að menn taki því með skilningi að þessi breyting þýðir það eitt að greinin í grunnskólalögunum er óbreytt eins og hún var í gær og hv. 2. þm. Norðurl. e. var fullkunnugt um hvernig hún var.