20.06.1985
Neðri deild: 106. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7029 í B-deild Alþingistíðinda. (6426)

398. mál, grunnskólar

Frsm. meiri hl. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Það er sennilega vegna þess að ég er illa að mér í þingsköpum, en ég man ekki eftir því að þm. hafi verið gefinn kostur á að gera hlé á máli sínu og það er veitt og síðan er umr. um málið haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég vil fá úrskurð forseta á því hvort hann líti svo á að ég sé búinn með heila ræðu eða hvort ég hafi gert hlé á ræðu minni — eða hvernig hljóðar úrskurður hæstv. forseta?