20.06.1985
Efri deild: 107. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7054 í B-deild Alþingistíðinda. (6473)

533. mál, breytt nýting útvarpshúss

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þessi þáltill. fjallar um breytta nýtingu útvarpshúss á þann veg að athugun skuli fara fram á nýtingu þessa húss án þess að athugað sé hvort sjónvarpið skuli vera þarna eða ekki. Í sjálfu sér er meinlaust að láta athuganir fara fram, en í þessari athugunartillögu er tekið fyrir að athugað skuli hvort það henti að sjónvarpið verði í húsinu. Því er ég andvíg. Ég tel að ef verið er að athuga eitthvað um nýtingu hússins sé eðlilegt að athuga einnig hvort heppilegt sé eða æskilegt að sjónvarpið sé þar til húsa og hvað þeim mönnum sem þar starfa finnst um það. Því er ég ekki sammála þessari till. eins og hún lítur út.