21.06.1985
Efri deild: 109. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7095 í B-deild Alþingistíðinda. (6525)

210. mál, selveiðar við Ísland

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að ræða efnislega það mál sem hér er á dagskrá eða annað mál sem tekið var af dagskrá hér áðan. En ég vil aðeins segja að ég tel að það sé útilokað að taka við máli um miðja nótt og ætla að koma því í gegnum þrjár umræður og nefnd nema það sé algert samkomulag um það. Ef það er ekki samkomulag er það mitt álit að það séu vinnubrögð sem ekki sé hægt að viðhafa. Þess vegna legg ég til að málið sé tekið út af dagskrá og ekki haldið áfram lengur.