13.11.1984
Sameinað þing: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

71. mál, heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir hans svör hér. Hér hygg ég að sé einnig a.m.k. einn hv. þm. sem gæti bætt um betur og upplýst okkur hina um gang starfa hjá umræddri nefnd. (HS: Miklu fleiri.) Miklu fleiri, segir hv. þm. Helgi Seljan, og ekki er það verra ef við fengjum upplýsingar úr fleiri áttum en einni. — Ég vil beina fsp. til hv. þm. Ólafs Þórðarsonar, en ég hygg að ég muni rétt að hann eigi sæti í þeirri nefnd. Ég vil gjarnan spyrjast fyrir um hvað líði starfi þessarar nefndar, sem hann sjálfur spurði hér um, og vildi gjarnan fá að vita hvenær ætla megi að hún ljúki störfum.