15.10.1984
Neðri deild: 3. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (77)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil ítreka að það eru margir á mælendaskrá og mælendaskrá forseta er eins og ég lýsti, að ætlunin var sú í upphafi, eins og ég held að hafi komið fram í viðtölum mínum við hv. frummælendur í dag, að þeim yrði gefinn kostur á að spyrja sinna spurninga og gera sínar athugasemdir og gera sínar athugasemdir að lokum við þau svör sem ráðh. kynnu að gefa. Nú hefur hv. 3. þm. Reykv. ekki óskað eftir því að taka til máls að sinni í þeirri röð sem ég hafði ætlað honum, en næstur á mælendaskrá er hv. 4. landsk. þm.