20.11.1984
Sameinað þing: 23. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1118 í B-deild Alþingistíðinda. (789)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Helgi Seljan):

Ég óskaði eindregið eftir því í upphafi þessa fundar að góð samvinna gæti tekist við þm. um hóflegan ræðutíma svo að sjónarmið allra kæmust hér að. Því miður hefur ekki verið orðið við því. Ég harma það þar sem sjónarmið margra eiga enn eftir að komast að. En fundinum lýkur skilyrðislaust kl. hálf fjögur vegna þess að þá hefur verið boðaður fundur í Ed. Ég mun freista þess að koma a.m.k. að sjónarmiðum þeirra tveggja þingflokka sem ekki hafa komist hér að, fulltrúa þeirra sem þegar hafa beðið um orðið.