29.11.1984
Neðri deild: 17. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1447 í B-deild Alþingistíðinda. (928)

143. mál, álbræðsla við Straumsvík

Forseti (Ingvar Gíslason):

Eins og fram hefur komið á boðaðri dagskrá, sem einnig liggur fyrir fundinum, á að halda fund í kvöld sem verður útvarpsumr. og 3. umr. um það mál sem hér er til umr. Augljóst er að of skammt verður liðið frá 2. umr. Þess vegna verður að beita afbrigðum frá þingsköpum til þess að þetta mál megi koma fyrir í kvöld. Það er því eindregin ósk forseta að hv. þdm. mæti vel og stundvíslega til fundar í kvöld kl. 8 þegar fundur verður settur. Eins vil ég minna á að ákveðið er að hafa atkvgr. um frv. þegar að loknum útvarpsumr.