29.11.1984
Sameinað þing: 27. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1458 í B-deild Alþingistíðinda. (939)

137. mál, fjárframlög til níunda bekkjar grunnskóla

Helgi Seljan:

Herra forseti. Ég er hreinlega gáttaður á þeirri fullyrðingu hv. 8. þm. Reykv. að einkaaðilar í þessum rekstri greiði verkafólki einhver sérstaklega góð laun, en Síldarverksmiðjur ríkisins hafi haft forgöngu um að greiða lág laun og af þeirra völdum séu fólki í þessari vinnu ekki greidd mannsæmandi laun og af þeirri ástæðu séum við Alþb.-menn að verja Síldarverksmiðjur ríkisins. Ég frábið mér svona fullyrðingar og botna ekkert í þessu frekar en í röksemdafærslu hv. þm. þegar hann var að tilgreina Sjálfstfl. hér sérstaklega. Ég ætla þó að vona að menn muni upphaf Síldarverksmiðja ríkisins það vel að þar hafi að staðið

og haft forgöngu um Framsfl. og Alþfl. og byggt það upp og þeir eiga heiður skilið fyrir það. En það er gömul fortíð, því miður.