03.12.1984
Efri deild: 22. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1515 í B-deild Alþingistíðinda. (972)

188. mál, barnabótaauki

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Aðeins örstutt fsp. til hæstv. fjmrh. Með hvaða efnislegum rökum eru þær viðmiðanir fengnar sem hér eru notaðar, þ.e. um skerðingarmörkin? Hvers vegna er gengið út frá samanlögðum útsvarsstofni hjóna sem nemur 22 þús. kr. rúmum á mánuði? Og hins vegar hvers vegna er gengið út frá skerðingarmörkum einstæðra foreldra rétt rúmlega 15 þús. kr.?