03.12.1984
Efri deild: 22. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1520 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

189. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég held að þetta dæmi með bílana hafi einmitt verið bæði nærtækt og heppilegt vegna þess að það er undarlegt og skýtur svolítið skökku við þegar bílar, sem kosta 1700 þús. eða svo, eru orðnir stöðutákn forstjóranna og ekki aðeins forstjóranna í einkafyrirtækjunum heldur líka ríkisforstjóranna og ráðherranna. Menn getur greint á um hvort þeir telja þetta eðlilegt eða ekki, ég tel það ekki eðlilegt. En hæstv. ráðh. lýsti því hér sem hann taldi vera stefnu Sjálfstfl. í skattamálum. Gott og vel, það getur vel verið að hann hafi farið rétt með það allt saman. En það sem hann var að lýsa var bara alls ekki stefna ríkisstj. og það er það sem skiptir höfuðmáli.