11.12.1985
Efri deild: 25. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1330 í B-deild Alþingistíðinda. (1025)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Áður en lengra er haldið er rétt að leggja áherslu á það að mörg og mikilvæg mál, eins og reyndar hér hefur komið fram í máli hv. þm., eru á dagskrá þessa fundar og það er kannske hæpið að gera ráð fyrir að þau komist öll áleiðis eða fái afgreiðslu á fundinum í dag. Hv. þdm. er e. t.v. kunnugt um það - eða þá er þess getið hér ef svo er ekki - að á morgun eru fyrirhugaðir deildafundir og annað kvöld er deildarfundur í Nd. Þar af leiðandi hafði ég gert ráð fyrir að við mundum þá einnig nota þann tíma ef þörf krefði en hins vegar reyna að komast hjá því að hafa kvöldfund í kvöld. En nú sýnist mér að svo geti farið ef okkur endist ekki tími til að afgreiða þau mál, sem eru hér á dagskrá, sérstaklega fyrsta málið og kannske þau sem eru fyrir ofan 6. mál, þ.e. 1. til 5., að þá væri hugsanlega möguleiki á að hafa fund klukkan 6.

Þetta vildi láta koma fram núna og svo sjáum við hvernig okkur gengur með fundarhaldið það sem eftir er af fundartímanum til kl. 4.