12.12.1985
Efri deild: 28. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (1124)

185. mál, iðnráðgjafar

Frsm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hæstv. forseti. Iðnn. hefur tekið frv. það sem hér er til umræðu til meðferðar og mælir með því að frv. verði samþykkt.

Með lögum nr. 36 31. des. 1981 voru sett sérstök lög um iðnráðgjafa. Samkvæmt lögunum er heimilt að greiða úr ríkissjóði framlög vegna launakostnaðar iðnráðgjafa er samtök sveitarfélaga eða iðnþróunarfélög ráða til starfa. Framlagið miðist við launakostnað vegna starfa eins manns á starfssvæði samtaka sveitarfélaga eða miðað við kjördæmi. Skv. 5. gr. laganna er gildistími laganna til 31. des. 1985. Frv. það sem hér liggur fyrir til umræðu er um það að framlengja þennan gildistíma til 31. des. 1986. Ég ítreka það, sem ég áður sagði, að hv. iðnn. mælir með samþykkt frv.