12.12.1985
Neðri deild: 26. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (1132)

151. mál, geislavarnir

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. fjh.- og viðskn. um frv. til l. um breytingu á lögum um tollskrá o.fl.

Eins og segir í grg. var fjmrh. veitt heimild með lögum nr. 83/1981 að leggja jöfnunarálag á hús og húshluta í tilteknum tollskrárnúmerum til að rétta við hlut innlendrar húsagerðar gagnvart aukinni samkeppni erlendis frá. Lögin giltu í eitt ár, en hafa síðan verið framlengd árlega.

Með þessu frv. er ætlað að framlengja lögin um eitt ár enn, þ.e. til ársloka 1986, enda er gert ráð fyrir að aðflutningsgjöld og sérstakt vörugjald haldist óbreytt áfram á næsta ári og því eru forsendur gjaldtökunnar óbreyttar frá því sem var.

Álit fjh.- og viðskn. er á þskj. 240 og þar kemur fram að nefndin mælir einróma með samþykkt frv.