12.12.1985
Neðri deild: 26. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1476 í B-deild Alþingistíðinda. (1150)

145. mál, stjórn fiskveiða

Birgir Ísl. Gunnarsson:

Herra forseti. Þegar mál það sem hér um ræðir var til meðferðar á Alþingi í fyrra þá gerði ég mikinn og sterkan fyrirvara við það fyrirkomulag á veiðistjórnun sem felst í kvótanum. Og ég hef reyndar lýst þeirri skoðun minni síðan við ýmis tækifæri að ég tel að þetta fyrirkomulag á veiðistjórnun, kvótakerfið, sé afleitt fyrirkomulag. Því er hins vegar ekki að neita að með þessu frv. hefur þetta kerfi verið lagfært allnokkuð, auk þess sem nú er sú brtt. hér fram lögð að frv. eigi einungis að gilda í tvö ár. Ég vil hins vegar ekki bregða fæti fyrir þetta mál nú. Hv. sjútvn. hefur mikið unnið í þessu máli og reynt að ná samstöðu. Þess vegna segi ég já, en með þeim fyrirvörum sem ég hef hér frá greint.