12.12.1985
Neðri deild: 26. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1477 í B-deild Alþingistíðinda. (1153)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Að vísu er það rétt að forseti hefði getað kosið það að atkvæðagreiðslur hefðu getað gengið eitthvað lipurlegar. Þó hefur ekki orðið nein veruleg töf af því, en hugsun forseta er nú sú að fara senn að ljúka hér fundarstörfum. En eins og forseti hefur boðað var ætlunin að setja hér nýjan fund, að vísu með langri dagskrá. Það verður að ráðast eins og nú er komið hver þessara mála geta komið fyrir í dag, en það var samt ætlun forseta að þessi fundur yrði settur og eitthvað af þeim málum sem á dagskrá eru tekin fyrir til umræðu.