12.12.1985
Neðri deild: 28. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1538 í B-deild Alþingistíðinda. (1191)

173. mál, rannsóknarnefnd til að kanna viðskipti Hafskips hf.

Birgir Ísl. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vil í tilefni af orðum hv. 7. þm. Reykv., þar sem hann beindi ákveðnum fyrirspurnum til talsmanna Sjálfstfl. í þessari umræðu, svara fyrirspurnum hans með örfáum orðum. Nú á ég ekki sæti í ríkisstj. þannig að ég get ekki skýrt frá hvernig tillögur þar eru lagðar fram eða hver leggur hvað fram eða hvernig umræður þar falla. Ég get hins vegar upplýst að þetta mál var til mjög ítarlegrar umræðu í þingflokki sjálfstæðismanna s.l. mánudag, og á þeim fundi kom ekkert fram um það að Framsfl. gerði ákveðnar kröfur um ákveðið form á þeirri rannsókn sem þó báðir flokkarnir voru sammála um að yrði sem ítarlegust og ætti að leiða til þess að málið yrði upplýst. Það varð hins vegar niðurstaðan á þingflokksfundi sjálfstæðismanna á mánudaginn var að sú leið sem farin var, þ.e. að leggja fram frv. um að Hæstiréttur tilnefndi þriggja manna rannsóknarnefnd - að ráðherrar flokksins hefðu umboð til þess að flytja eða fylgja slíkri tillögu í ríkisstj.

Umr. (atkvgr.) frestað.