14.12.1985
Sameinað þing: 30. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1599 í B-deild Alþingistíðinda. (1205)

1. mál, fjárlög 1986

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég ætla að vona að það fari ekki fram hjá neinum að við greiðum atkvæði um brtt. við 4. gr., tölul. 03-399. Þar er á ferðinni undirliður Matvæla- og neyðaraðstoð skv. nánari ákvörðun ríkisstj. Brtt. er til lækkunar. Í staðinn fyrir 11,8 millj. kr. komi 4,8 millj. kr. Þessi liður var einnig á fjárlögum í fyrra og voru þá veittar í þetta sérstaka verkefni 10,8 millj. kr. Hæstv. ríkisstj. ættaði, þegar hún lagði fram fjárlagafrv. sitt, af rausn sinni að hækka þennan lið um 1 millj. kr., en hefur nú snúist hugur og ákveðið að lækka hann þess í stað um 7 millj. frá því sem frv. gerði ráð fyrir. Ég spurði hæstv. fjmrh. og hv. formann fjvn. í gær hvaðan þær gleðifréttir hefðu borist af heimsbyggðinni að minni hungursneyð, sjúkdómar, fátækt, betra heilsufar o.s.frv. gæfu tilefni til að lækka þennan lið sérstaklega um 7 millj. kr. Ég fékk engin svör við því hvaðan þessar gleðifréttir hefðu borist ríkisstj. við vinnslu fjárlaganna. Ég vek athygli á þessu, herra forseti. E.t.v. fæ ég svörin hér í atkvæðagreiðslunni, en ég hef ekki fengið þessar fréttir og segi því nei.