14.12.1985
Sameinað þing: 30. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1601 í B-deild Alþingistíðinda. (1215)

1. mál, fjárlög 1986

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það var út af ummælum hv. 8. þm. Reykv. Stefáns Benediktssonar sem ég vil rifja það upp að við 2. umr. fjárlaga fyrir einu ári bað ég um að sérstaklega yrði borinn upp í 6. gr. stafl. 7.3, að kaupa dagblöð fyrir stofnanir ríkisins, allt að 250 eintökum af hverju blaði, umfram það sem veitt er til blaðanna í 4. gr. fjárlaga. Mér er sérstök ánægja að skýra frá því að Stefán Benediktsson var fyrsti maðurinn sem sagði nei við þessum staflið.