23.10.1985
Neðri deild: 7. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (125)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti hlýtur að viðurkenna að það er nokkuð til í þessu, enda kom það fram í orðum forseta að það væri erfitt að ákveða þennan fundartíma, en eigi að síður heldur forseti fast við það að boða fundinn kl. hálftíu. Ef nefndin hefur ekki lokið störfum hlýtur sá fundur að frestast.

Þessum fundi er slitið.