14.12.1985
Neðri deild: 30. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í B-deild Alþingistíðinda. (1274)

168. mál, Aflatryggingarsjóður sjávarútvegsins

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breyting á lögum um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins sem er sams konar mál og flutt var um sama leyti á síðasta þingi. Það fjallar um ráðstöfun þess fjármagns sem kemur af uppsöfnuðum endurgreiddum söluskatti, en þessu fjármagni er ráðstafað þannig: Í fyrsta lagi skv. III lið ákvæðis til bráðabirgða 4% af verðmæti afla sem greiðist með sama hætti og greiðslur í Stofnfjársjóð fiskiskipa, síðan 3% til útgerðar fiskiskipa og 1% vegna lífeyrismála sjómanna.

Ég vil að lokinni þessari umræðu leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.