16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1675 í B-deild Alþingistíðinda. (1308)

145. mál, stjórn fiskveiða

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það hefur komið fram að með kvótakerfinu hafa menn ekki náð þeim tilgangi sem þeir sögðust stefna að þegar það var á sett. Það er því verið að framlengja kvótakerfið á fölskum forsendum. Ég tel að hér sé um að ræða varhugaverðasta og hættulegasta mál sem Alþingi hefur afgreitt sem muni stefna sjávarútveginum sem atvinnugrein og þeim byggðarlögum sem byggja á honum í stórkostlega hættu. Ég segi nei.