16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1677 í B-deild Alþingistíðinda. (1314)

175. mál, almannatryggingar

Heilbr.- og trmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég flyt hérna lítið frv. sem er eiginlega endurtekning sams konar frv. frá því í fyrra og árin þar á undan um nokkurra ára bil. Það er árlega á ferð hér um þetta leyti árs og fylgir fjárlagafrv. Þetta er um framlengingu álagningarinnar á gjaldstofn útsvara og er um 2% gjald sem fer til sjúkratrygginga almannatrygginga. Þetta er mál sem hv. þm. kannast við og ég hygg að það þurfi ekki frekari skýringa við, en ítreka einungis að það þarf að fylgja afgreiðslu fjárlagafrv. og leyfi mér þess vegna að leggja til að því verði nú þegar að þessari umræðu lokinni vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.