17.12.1985
Sameinað þing: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1772 í B-deild Alþingistíðinda. (1383)

Um þingsköp

Svavar Gestsson:

Ég verð að segja það, herra forseti, að mér finnst ákúrur hæstv. forseta nokkuð sérkennilegar. Hér hefur það gerst að hv. 10. landsk. þm. hefur borið fram fsp. og fengið svar. Þm. telur, miðað við upplýsingar sem hún hefur undir höndum, að þetta svar sé ekki í samræmi við veruleikann, sé m.ö.o. ósatt, og af þeim ástæðum óskar þm. eftir að hæstv. forseti blandi sér í málið og knýi fram annað svar. Ég sé ekki betur en þetta sé fróm ósk þm. um að hæstv. forseti Sþ. gæti þess sem stundum er kallað virðing Alþingis og ég er sannfærður um að honum er kunnugt um hvað þýðir.