17.12.1985
Sameinað þing: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1772 í B-deild Alþingistíðinda. (1386)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal aðeins tekið fram að það er ekki í hlutverki forseta að kveða á um hvað er rangt og hvað er rétt af því sem ráðherrar eða aðrir þm. hafa fram að færa í þinginu. Ef einstakir þm. telja athugavert við svör ráðherra hafa þeir opna leið til þess að gera athugasemdir um það eins og hvaðeina sem þm. er heimilt að gera athugasemdir við.