23.10.1985
Neðri deild: 8. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (140)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil vegna þessara orða taka fram að það eru ýmis almenn rök fyrir því að ekki eigi að hraða þingmálum um of. Fyrir því eru ýmis almenn rök. Hins vegar er ég í miklum vafa um að þessi almennu rök eigi við um þetta mál. Þegar allt kemur til alls hefur verið fjallað um málið í þingnefnd og auk þess er ljóst að eftir er að fjalla um það í hv. Ed. Stefna forseta hefur verið að málinu lyki nú í deildinni í beinu framhaldi af því sem við höfum verið að gera. Ég vænti þess að þrátt fyrir allt verði samkomulag um að þessu máli megi ljúka og að 3. umr. geti farið fram þó að ég taki fyllilega undir það sem fram hefur komið hér hjá hv. 2. landsk. þm. að víst væri æskilegt að mál gengju ekki alltaf svo hratt fram, enda gera þau það reyndar ekki ævinlega hér á hv. Alþingi, en undantekningar geta þó verið. Þess vegna get ég ekki orðið við því að bregða út af því, sem ég hef þegar tilkynnt, að 3. umr. fari fram á fundi sem nú verður settur innan tíðar.