17.12.1985
Efri deild: 34. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1804 í B-deild Alþingistíðinda. (1434)

198. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Frú forseti. Það er að sönnu rétt að þetta frv. er seint fram komið, en tillögur milliþinganefndarinnar í húsnæðismálum, þar sem settar eru fram hugmyndir um aðgerðir varðandi vaxtakostnað, eru nýframkomnar. Það var reynt að bregðast við þeim eins skjótt og verða mátti. Þess vegna er þetta frv. borið fram nú og þess vegna er brýnt að það nái fram að ganga og ég vona að það takist um það góð samvinna. Auðvitað er rétt að frv. er býsna seint fram komið eins og mál hafa þróast, en þessi er meginskýringin á því að það er núna flutt.