17.12.1985
Efri deild: 34. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1804 í B-deild Alþingistíðinda. (1436)

174. mál, heilbrigðisþjónusta

Heilbr.- og trmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Forseti. Þetta frv. fjallar um að framlengja bráðabirgðaákvæði heilbrigðisþjónustulaganna eins og reyndar hefur verið áður gert. Ástæðan til þess að þetta mál er flutt nú í þessu formi er sú að endurskoðun sú sem staðið hefur yfir á lögunum um heilbrigðisþjónustu hefur ekki enn þá leitt til fullbúins frv. Ég vonast til þess að það verði síðar á þinginu, en á meðan því máli er ekki að fullu lokið er nauðsynlegt að leita heimildar Alþingis til að framlengja þetta ákvæði. Fyrir því er þetta frv. flutt. Þetta varðar einungis heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.