24.10.1985
Neðri deild: 9. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í B-deild Alþingistíðinda. (149)

70. mál, kjaradómur í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf.

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Vegna fsp. hv. 2. landsk. þm. er rétt að ítreka að sú fsp. lýtur ekki efnislega að því dagskrármáli sem hér er til umræðu, en það er rétt að á síðasta þingi setti ég fram hugmynd um að ríkisstj. beitti sér fyrir því að sett yrði á fót nefnd til að kanna þróun tekjuskiptingar í landinu. Sú nefnd var sett á laggirnar s.l. vor og skipuð af forsrh. og starfar á vegum forsrn. Ég hef ekki í höndum greinargerð á þessu stigi um störf nefndarinnar, en það var ærin ástæða til að setja þessa nefnd á fót til að leiða í ljós upplýsingar um þetta efni, sem valdið hefur talsverðum deilum í þjóðfélaginu, og fyrir því mun ríkisstj. að sjálfsögðu beita sér fyrir því að eðlilegur hraði verði á störfum nefndarinnar þannig að niðurstöður liggi fyrir svo fljótt sem verða má.