18.12.1985
Efri deild: 37. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í B-deild Alþingistíðinda. (1502)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Það hefur margoft komið fram að við Alþýðubandalagsmenn teljum að skipa hefði átt í þessa rannsóknarnefnd með öðrum hætti en hér er gerð tillaga um og að við teljum óeðlilegt að Hæstiréttur hafi þetta hlutverk. En með hliðsjón af því að till. annars efnis, sem við höfum flutt hér, nær bersýnilega ekki fram að ganga, með hliðsjón af því að gengið hefur verið verulega til móts við sjónarmið okkar við meðferð málsins í nefnd, og með hliðsjón af brtt. sem við flytjum um það að Alþingi hafi aðstöðu til að hafa eftirlit með þessari rannsókn, þá tel ég rétt að samþykkja skipun þessarar nefndar, þrátt fyrir þessa ágalla, og segi því já.