18.12.1985
Neðri deild: 34. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1853 í B-deild Alþingistíðinda. (1522)

84. mál, skráning skipa

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Þetta mál liggur þannig fyrir að við því er að búast, að óbreyttum lögum, að torveldað geti skráningu á leiguskipum hér á landi hversu há stimpilgjöld vegna veðbanda eru og hefur það mál verið í athugun í fjmrn. Hæstv. fjmrh. hefur sagt mér að von sé á tillögum ráðuneytisins um það efni. Ég vil þess vegna fara þess á leit við formann hv. samgn. að draga þessa brtt. aftur til 3. umr. og hitta fulltrúa fjmrn. á milli umræðna ef þeir gætu komið sér saman um tillögur í málinu.