24.10.1985
Neðri deild: 9. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (156)

Um þingsköp

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því sem eftir er að gera á þessum nýja degi. Hér hafa í dag tvær konur verið, ég vil leyfa mér að segja það, þvingaðar til að styðja það lagafrv. sem fer nú úr þessari deild, konur sem hafa undirritað áskorun til íslenskra kvenna um að standa saman í baráttu fyrir betri launum, hæstv. menntmrh. og eina konan... (Menntmrh.: Hana! Ætlarðu að fara að kvenkenna mig?) Ég bið hæstv. menntmrh. afsökunar og átti að sjálfsögðu við hæstv. heilbr.- og trmrh. - Og þar kom að að kona kom inn á þing fyrir Framsfl. Nú hefur hún verið kúguð í dag til að standa að því að þetta lagafrv. færi í gegnum deildina. Eftir stendur svo að hæstv. forseti Ed. á nú að eyða því sem eftir lifir nætur til að þvinga þetta mál í gegnum hv. Ed.

Á morgun ætlar ríkisstj. að heiðra forseta landsins með því að kúga hana til að undirskrifa þessi lög sem eitt embættisstarfa sem hún verður að inna af hendi á morgun. (Samgrh.: Í dag.) Í dag. Rétt, hæstv. samgrh. Við skulum því, íslenskar konur og hv. þm. af kvenkyni velta fyrir okkur: Hvað hefur áunnist í þessi tíu ár? Þetta er afmælisgjöf karlaveldisins á Alþingi til íslenskra kvenna. Við skulum muna eftir þessu, herra forseti.