18.12.1985
Efri deild: 38. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1863 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Frsm. 1. minni hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Mér hefur verið bent á að betur færi á því að breyta röð á tveimur greinum og flyt ég því skrifl. brtt. fyrir hönd fjh.- og viðskn. Hún hljóðar svo:

„Röð greina breytist þannig að 4. gr. verði 5. gr. en 5. gr. verði 4. gr."

Þannig verður greinin: „Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði“ síðasta grein á undan þeirri sem hljóðar svo: „Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Ég held að þetta sé rétt röð og eðlileg. Við breytum því úr því að menn komu á þetta auga.

Úr því að ég er hér kominn í ræðupúlt þá vil ég aðeins fara nokkrum orðum um þann orðaleik sem hv. þm. Davíð Aðalsteinsson var með hér áðan. Okkur sýnist ekki ástæða til að breyta „eða“ í og eða breyta „eða“ í og eða o.s.frv. Ég held að þetta skiljist alveg og geti ekkert farið á milli mála að heimildin er nægilega víðtæk til þess að skoða þessi mál öll sömul.